Framhaldsnámskeið I

Fyrir þá sem vilja meira.

Á framhaldsnámskeiði I, er hundinum kennt að vinna taumlausum, innanum önnur dýr með eiganda sínum í fjölbreyttum æfingum utandyra. Til dæmis að hoppa yfir hindranir, hoppa fram og til baka yfir vegg, standa á göngu, að fara frá eiganda sínum, að ganga upp stiga o.fl. í bland við hefðbundnar hlýðniæfingar.

Framhaldsnámskeið I er 9 skipti 2 klst. í senn. Átta verklegir tímar og einn hundlaus tími. Námskeið þessi er haldin tvisvar á ári, vor og haust og eru haldin utandyra, seinni partinn á laugardögum. Skráning stendur yfir á vornámskeið! Hjálpartæki eru gotterí og / eða dót, t.d. bolti.

Til að komast inn á framhaldsnámskeið þurfa bæði eigendur og hundar þeirra að hafa lokið grunnnámskeiði í Gallerí Voff eða þreyta inntökupróf.


Skráning í s. 862-2006 á símatíma (Alla virka daga kl. 09:30-11:30 nema föstudaga)

Hrúturinn Dropi með fyrirlestur um það að kindur eru ekkert til að leika sér að.